Riða í Álftagerði
Riða er komin upp á bænum Álftagerði í Skagafirði. Að sögn Gísla Péturssonar er áfallið mikið en skera þarf niður allt fé á bænum sem telur um 300 fjár.
Þetta er í annað sinn sem riða kemur upp í Álftagerði en fyrra skiptið var fyrir 20 árum. Í fyrra kom upp riða í Vallarnesi í Skagafirði og er þetta því annað tilfellið af riðu í Skagafirði á stuttum tíma.