Rigning eða skúrir fram að helgi

Suðvestan 8-13 m/s og dálítil rigning er á Ströndum og Norðurlandi vestra, en suðvestan 10-15 og skúrir síðdegis. Sunnan 8-13 og stöku skúrir á morgun. Hiti 8 til 13 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á föstudag:

Suðvestan 8-15 m/s, hvassast NV-til og við SA-ströndina. Víða rigning, en þurrt að kalla NA- og A-lands. Úrkomulítið með kvöldinu. Hiti 10 til 15 stig.

Á laugardag:

Suðvestan og sunnan 5-13 m/s og skýjað með köflum, en þurrt að mestu. Kólnar lítillega.

Á sunnudag og mánudag:

Suðlægar áttir, allhvassar á köflum með rigningu S- og V-til. Hlýnandi veður, einkum fyrir norðan og austan.

Á þriðjudag:

Útlit fyrir suðvestanátt, úrkomulítið og kólnandi veður í bili.

Fleiri fréttir