Rigning með köflum í dag

Á Ströndum og Norðurlandi vestra er vaxandi suðvestan átt, 5-10 um hádegi og rigning með köflum. Suðvestan 8-15 í kvöld og úrkomumeira, en dregur úr vindi og úrkomu á morgun. Hiti 7 til 15 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag:

Vestlæg eða breytileg átt 5-10 m/s og rigning með köflum eða skúrir. Hiti 6 til 14 stig, svalast N-til.

Á fimmtudag:

Vestlæg eða breytileg átt 3-8, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 8 til 14 stig.

Á föstudag, laugardag og sunnudag:

Suðvestlæg átt, 5-10 m/s. Rigning með köflum eða skúrir, en bjart með köflum fyrir austan. Hlýnar lítið eitt, einkum fyrir norðan.

Á mánudag:

Útlit fyrir milda suðlæga átt með dálítilli vætu um landið V-vert, en þurrt og bjart A-til.

Fleiri fréttir