Rithöfundar í Safnahúsinu
feykir.is
Skagafjörður
06.12.2010
kl. 14.07
Það verður notaleg stemning í Safnahúsinu annað kvöld, þriðjudagskvöldið 7. des, því þá ætla nokkrir rithöfundar að lesa upp úr nýútgefnum bókum sínum. Rithöfundarnir eru: Bjarni Harðarson, Einar Kárason, Ingibjörg Hjartardóttir, Kristín Steinsdóttir, Ragnar Arnalds og Ævar Örn Jósepsson. Auk þess kynnir Hjalti Pálsson V. bindi Byggðasögu Skagfirðinga, sem fjallar um Rípurhrepp og Viðvíkurhrepp. Dagskráin hefst kl. 20 og eru allir velkomnir.