Rökkurkórinn á fullu í desember
Mikið verður um að vera hjá Rökkurkórnum í desember en þá mun kórinn syngja víðsvegar í Skagafirði.
Sunnudaginn 7. desember verður sungið á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. 17. des. í Höfðaborg á Hofsósi en þar munu nemendur frá Tónlistarskólanum taka þátt í tónlistarflutningi. Þegar komið er jólum eða þann 20. des. syngur kórinn í Skagfirðingabúð og
Jólakonsertinn verður svo haldinn í Árgarði 28. desember og þar fær kórinn góðan gest. Helga Rós Indriðadóttir óperusöngkona ætlar að syngja með kórnum en hún er hingað komin frá Þýskalandi m.a. til að leiðbeina fólki í söng hjá Tónlistarskóla Skagafjarðar.
Fleira en söng ætlar kórfólkið að bjóða upp á því nú í lok mánaðar verður haldið bingó til fjáröflunar fyrir kórstarfið.
Þórey Helgadóttir formaður Rökkurkórsins segir kórastarfið mjög skemmtilegt og gefandi og bendir á að alltaf er pláss fyrir fólk í kórnum. – Þetta er mjög skemmtilegur hópur sem kemur saman tvisvar í viku, miðviku- og sunnudagskvöld. Það vantar í rauninni allar raddir en sérstaklega væri gott að fá tenóra, segir Þórey.
Þeir sem hafa áhuga á því að gerast meðlimir í Rökkurkórnum er bent á að tala við Svein Sigurbjörnsson söngstjóra og skólastjóra Tónlistarskóla Skagafjarðar.