Rugldagur í Furukoti

Gera má ráð fyrir að mikið fjör verði á leikskólanum Furukoti í dag en þar í í dag svokallaður rugldagur
Á heimasíðu leikskólans eru foreldrar hvattir til þess að hafa börnin í  t.d. öfugum peysum eða sokkum sitt af hvoru tagi.  Síðan verði matseðlinum ruglað og gert margt fleira kolruglað í tilefni dagsins.

Já það verður seint sagt að það sé ekki gaman í leikskóla.

Fleiri fréttir