Sækja þarf um stöðuleyfi fyrir gáma og aðra lausafjármunir

Á vef Svf. Skagafjarðar er vakin athygli á því að sækja þarf um stöðuleyfi til sveitarfélagsins til að láta lausafjármuni standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna. Þar er m.a. um að ræða hjólhýsi, á tímabilinu frá 1. október til 1. maí, gáma, báta, torgsöluhús, frístundahús í smíðum, sem ætlað er til flutnings, og stór samkomutjöld.
Umsókn um stöðuleyfi skal vera skrifleg og undirrituð af eiganda eða ábyrgðarmanni viðkomandi hlutar og skal fylgja samþykki eiganda eða lóðarhafa þeirrar lóðar sem fyrirhugað er að lausafjármunirnir standi á.
Umsóknir um stöðuleyfi verða teknar til afgreiðslu í Skipulags- og byggingarnefnd og niðurstaða þeirrar afgreiðslu öðlast gildi með staðfestingu sveitarstjórnar. Frestur til að skila inn umsóknum er til 15. september 2017.