Sæluvikan rotuð

Rökkurkórinn og Karlakórinn Heimir slá botninn úr Sæluvikunni að þessu sinni með því að standa fyrir kóramóti og balli á laugardag.

 

Tónleikarnir verða í Miðgarði og hefjast klukkan 20.30.

Auk Rökkurkórsins og Karlakórsins Heimis koma fram sönghópurinn Norðurljós og hinn karlmannlegi karlakór Fjallabræður.

 

Eftir tónleikana verður slegið upp balli, hinu fyrsta eftir breytingar Miðgarðs svo þá er um að gera að mæta og setja góða stemningu í húsið. Það er hinn síungi Geirmundur Valtýsson sem sér um stuðið svo örugglega verður hægt að rifja upp gamla takta frá liðnum árum og enda Sæluvikuna með stæl.

Fleiri fréttir