Sæluvikan sett í Safnahúsi Skagfirðinga í dag
Sæluvika, lista- og menningarhátíð í Skagafirði, verður dagana 27. apríl - 3. maí. Setningin verður í Safnahúsinu í dag, sunnudaginn 27. apríl, og hefst kl. 13:00. Þar verða m.a. veitt Samfélagsverðlaun Skagafjarðar og úrslit í Vísnakeppninni verða kunngerð.
Skráðu þig inn til að lesa
Þú getur valið um þrjár áskriftarleiðir:
Leið 1 (blað og rafrænn aðgangur)
Færð blaðið inn um lúguna í hverri viku, rafrænan aðgang að pdf útgáfunni og að læstum fréttum inn á feykir.is.
Kostar 3.295 kr. á mánuði m/vsk (2.968,5 án/vsk)
Það eru alltaf fjögur blöð í mánaðaráskriftinni.
Leið 2 (rafrænn aðgangur að pdf útgáfu blaðsins)
Færð rafrænan aðgang að pdf útgáfunni að Feyki og að læstum fréttum inn á feykir.is.
Kostar 1.990 kr. á mánuði m/vsk. (1.793 kr. án/vsk).
Leið 3 (rafrænn aðgangur í viku)
Færð rafrænan aðgang að nýjasta tbl. Feykis og læstum fréttum í viku inn á feykir.is.
Kostar 555 kr. vikan m/vsk. (500 kr. án/vsk).
Fleiri fréttir
-
Stólastúlkur höfðu sigur í jöfnum leik í Síkinu
Það var spilað í Bónus deild kvenna í Síkinu í kvöld en þá kom lið Hamars/Þórs í heimsókn og úr varð jafn og spennandi leikur. Samkvæmt opinberum tölum voru um 200 áhorfendur í Síkinu á þessum botnslag en leikurinn skipti miklu máli fyrir bæði lið. Gestirnir voru án sigurs en Stólastúlkur höfðu unnið einn leik áður en kom að þessum. Það fór svo að heimaliðið náði að landa sigri með góðri frammistöðu í fjórða leikhluta. Lokatölur 80-78.Meira -
Erum öll úr sömu sveit
Það er Kristinn Sævarsson sem tekur við bóndaspjallinu af nágranna sínum, Davíð á Egg. Nú lætur blaðamaður líta út fyrir að þetta sé einhver áskorendapenni sem þetta er alls ekki heldur ræður tilviljunin ein. Kristinn er bóndi á Hamri í Hegranesi ásamt spúsu sinni, Ásdísi Helgu Arnarsdóttur. Þau eru bæði menntaðir búfræðingar frá Hvanneyri, Kristinn lærði líka vélstjórn og járnsmíði og Ásdís er að ljúka námi sem viðurkenndur bókari. Þau eiga börnin Eyþór Smára tíu ára, Ingunni Ósk sjö ára og Sævar Helga tveggja ára. Foreldrar Kristins búa líka á jörðinni en það eru þau Sævar Einarsson og Unnur Sævarsdóttir.Meira -
Bændamarkaður, rósir og vöfflur
Það verður aldeilis hægt að fara á jólarúnt nk. laugardag 22. nóvember. Hinn árlegi jóla, bænda og handverksmarkaður verður í Hlöðunni á Stórhól í Lýdó og Rúnalist Gallerí, kaffihúsið Starrastöðum og handverks og sölubasar dagdvalar aldraðra er meðal þess sem um er að vera í firðinum.Meira -
Tíunda bindið af Skagfirskum æviskrám 1910-1950 komið úr prentun
Út er komið tíunda bindið af Skagfirskum æviskrám frá tímabilinu 1910-1950 og er það Sögufélag Skagfirðinga sem gefur út. Í þessari bók eru 87 æviþættir um það bil 160 einstaklinga. Eru þá samtals komir 952 æviskrárþættir frá fyrrgreindu tímabili. Þeirri reglu hefur ævinlega verið haldið að birta ekki æviskrár fólks meðan það er lífs, þótt í allnokkrum tilfellum hafi einstaklingarnir sjálfir gefið upplýsingar um lífsferlil sinn, er síðar voru svo notaðar.Meira -
Bömmer á bömmer ofan í Grindavík
Það voru margir búnir að bíða spenntir eftir toppslagnum í Bónus deild karla en lið Grindavíkur og Tindastóls mættust í HS Orku-höllinni í Grindavík í gærkvöldi. Þegar á hólminn kom var það bara annað liðið sem spilaði eins og topplið og það kom því miður í hlut Tindastóls að valda sínum stuðningsmönnum miklum vonbrigðum eins og sjá mátti á gráti og gnýstran tanna á samfélagsmiðlum. Heimamenn uppskáru afar öruggan 16 stiga sigur, 91-75, en þó höfðu gestirnir náð að laga stöðuna í lokafjórðungnum.Meira
