Sæmd riddarakrossi við sérstaka athöfn
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
05.07.2019
kl. 08.13

Jóhanna ásamt forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, og manni sínum, Gunnari Rúnari Kristjánssyni. Mynd: Helga Gunnarsdóttir.
Feykir sagði frá því í 24. tbl. þessa árs að Jóhanna Erla Pálmadóttir á Akri í Húnavatnshreppi hefði verið sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu sem forseti Íslands afhenti við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 17. júní. Þar sem Jóhanna var stödd í Grikklandi og gat ekki veitt orðunni viðtöku þann dag var haldin sérstök athöfn fyrir hana og fjölskyldu hennar þegar hún sneri heim sl. þriðjudag.
Riddarakrossinn hlýtur Jóhanna fyrir störf í þágu safna og menningar í heimabyggð en hún er verkefnastjóri og fyrrverandi framkvæmdastjóri Textílseturs Íslands á Blönduósi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.