Sævar Pétursson nýr verkefnisstjóri atvinnumála
Vikudagur segir frá því að Sævar Pétursson, íþróttafulltrúi Skagafjarðar, hefur verið ráðinn verkefnisstjóri atvinnumála hjá Akureyrarbæ. Starfshópur um atvinnumál mælti með ráðningu hans en umsækjendur voru 48 talsins. Sævar er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskólanum á Bifröst og lagði auk þess stund á nám í íþrótta- og leiðtogafræðum á Nýja Sjálandi.
Sævar var framkvæmdastjóri Baðhússins á árunum 1999 - 2002 og framkvæmdastjóri Sporthússins á árunum 2002 - 2008 en hann var meðal stofnenda þess fyrirtækis og stýrði uppbyggingu þess frá grunni. Frá ársbyrjun 2009 hefur hann gengt starfi íþróttafulltrúa Skagafjarðar. Verkefnisstjóri atvinnumála hjá Akureyrarbæ verður staðsettur á Akureyrarstofu og mun m.a. vinna að auknum tengslum og samstarfi bæjarins við fyrirtæki í bænum, greina og miðla upplýsingum um atvinnulífið og vinna með starfshópi um atvinnumál að mótun framtíðarstefnu bæjarins í málaflokknum. Sævar er giftur 3 barna faðir. Hann mun taka til starfa í byrjun desember
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.