Sálin hans Jóns míns
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
30.11.2010
kl. 08.02
Þann 23. nóvember var haldin Hátíð íslenskrar tungu að grunnskólanum á Sólgörðum. Þá var sett upp leikgerð okkar að Gullna hliðinu, hinni víðkunnu og ástsælu þjóðsögu.
Í þjóðsögunni koma fyrir alls kyns skemmtilegar sögupersónur, til dæmis María mey, Lykla-Pétur, Kristur sjálfur og fleira gott fólk. Það var því glatt á hjalla í skólanum, börnin léku af mikilli innlifun, og dagurinn var skemmtilegur. Að loknu leikritinu fengu svo allir vöfflur og með þeim.