Samantekt á verðlagningu fyrir heimtöku á kindakjöti
Samantekt á helstu upplýsingum afurðastöðva varðandi verðlagningu fyrir heimtöku á kindakjöti hefur verið birt á vef Landasambands sauðfjárbænda. Þar kemur fram að skilmálar geta verið nokkuð mismunandi og eru innleggjendur hvattir til að skoða þá vel á heimasíðum afurðastöðvanna sjálfra, eða leita upplýsinga fyrirfram. Öll verð eru án vsk.
Hjá SAH Afurðum er verðið 2942 kr./stk. fyrir bæði lömb og fullorðið. Sama verð með bæði fín- og grófsögun. Sama verð án tillits til magns.
Hjá Sláturhúsi KVH og Kjötafurðastöð KS er verð fyrir lömb 180 kr./kg með grófsögun - 213 kr./kg með fínsögun. Fullorðið: 3.050 kr./stk. Fyrir heimtöku umfram 200 kg er gjaldið 220 kr./kg með grófsögun og 253 kr./kg með fínsögun
Verð frá fleiri afurðastöðvum á landinu má finna á vef Landasambands sauðfjárbænda.