Sambandslaust hjá Gagnaveitunni í nótt

Vegna uppfærslu vélbúnaðar og breytingum á tengingum á ljósleiðaraneti Gagnaveitu Skagafjarðar verður sambandslaust við helstu kerfi Gagnaveitu  aðfaranótt fimmtudags.

Við þetta myndast truflanir á netsamböndum Fjölnets og Vodafone og einnig síma og sjónvarpsþjónustu hjá Vodafone.

Sambandsleysið varir frá kl. 23:00 í kvöld til 04:00 í nótt.

Beðist er velvirðingar á þessum óþægindum.

Fleiri fréttir