Sameining Húnabyggðar og Skagabyggðar samþykkt með góðum meirihluta atkvæða

Og þá eru eftir tvö! Íbúar Skagabyggðar og Húnabyggðar hafa nú síðustu vikur kosið um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Kosningu lauk í dag og niðurstöður hafa þegar verið kynntar en sameingin var samþykkt með talsverðum mun; um það bil 75% þeirra sem kusu í Skagabyggð samþykktu sameiningu og um 90% sögðu já á Húnabyggð.

Niðurstaða kosninganna var eftirfarandi:

Í Skagabyggð var kjörsókn 92,5 prósent.Alls greiddu 62 atkvæði en 67 voru á kjörskrá.
Já við sameiningu sögðu 47.
Nei við sameiningu sögðu 15.
Auðir og ógildir seðlar voru 0.

Í Húnabyggð var kjörsókn 37,1 prósent en alls greiddu 355 atkvæði en 955 voru á kjörskrá.
Já við sameiningu sögðu 317.
Nei við sameiningu sögðu 36.
Auðir og ógildir seðlar voru 2.

Niðurstöður eru birtar með fyrirvara.

Það er því ljóst að eftir þessa sameiningu standa eftir tvö sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu; Húnabyggð og Skagaströnd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir