Sameiningu heilbrigðisstofnanna frestað
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
13.11.2008
kl. 08.24
Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að fresta fyrirhugaðri sameiningu heilbrigðisstofnanna á Blönduósi og Sauðárkróki um 6 mánuði en upphaflega var gert ráð fyrir að stofnanirnar tvær yrðu sameinaðar um áramót.
Framkvæmdastjórum beggja stofnanna var sagt upp störfum frá og með áramótum en væntanlega verður ráðningasamningur þeirra lengdur um 6 mánuði. Þegar Feykir hafi samband við heilbrigðisráðuneytið fyrir viku síðan var sameiningin á lokastigi og auglýsa átti starf framkvæmdastjóra undir lok mánaðarins. Hvað síðan gerðist er ekki ljóst en líklegt að efnahagsástandið spili þar stóra rullu.