Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birtir lista yfir lögmæt verkefni sveitafélaga

Sveitarstjórn fer m.a. með yfirstjórn allra afrétta- og fjallskilamála í viðkomandi umdæmi. Mynd:FE
Sveitarstjórn fer m.a. með yfirstjórn allra afrétta- og fjallskilamála í viðkomandi umdæmi. Mynd:FE

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur tekið saman yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga með skírskotun til sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, 1. mgr. 7. gr. Er yfirlitið hugsað til leiðbeiningar fyrir sveitarfélög við stefnumótun og áætlanagerð og ennfremur að auðvelda umræðu og yfirsýn yfir skyldur og  hlutverk sveitarfélaga að því er segir á vef ráðuneytisins.

Í yfirlitinu eru lögmælt verkefni sveitarfélaga flokkuð eftir málaflokkum og því hvort um lögskyld eða lögheimil verkefni er að ræða. Verkefni eru lögskyld ef sveitarfélögum er skylt að rækja þau en í lögheimilum verkefnum felst að sveitarfélag hefur svigrúm til þess að ákveða hvort verkefninu er sinnt. Tiltekinn lagarammi gildir um verkefnið sé sú ákvörðun tekin.

„Yfirlitið hefur ekki gildi sem sjálfstæð réttarheimild og ráðast skyldur sveitarfélaga ekki af því heldur af viðkomandi lögum. Yfirlitið getur tekið hröðum breytingum og er öllum frjálst að koma ábendingum á framfæri. Ráðuneytið tekur við ábendingum um efni og form yfirlitsins í netfangið postur@srn.is,“ segir á vef samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

 

Hér er að finna yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir