Samningur undirritaður um styrk til tækniaðstöðu á Hvammstanga

Katrín og Unnur Valborg við undirritun samningsins. MYND AF VEF SSNV
Katrín og Unnur Valborg við undirritun samningsins. MYND AF VEF SSNV

SSNV og Húnaþing vestra hafa undirritað samning vegna styrks til uppsetningar á tæknimiðstöð í anda FabLab smiðju í samfélagsmiðstöð í Félagsheimilinu á Hvammstanga að upphæð 10.500.000 kr. Fram kemur í frétt á síðu SSNV að verkefnið snýst um að koma upp nýsköpunar-, viðgerða- og þróunaraðstöðu fyrir íbúa á svæðinu, sem og aðstöðu fyrir félagsstarf.

„Virkilega spennandi verkefni hjá Húnaþingi vestra sem mun hvetja til nýsköpunar og auka fjölbreytni í atvinnulífi á svæðinu .Við hjá SSNV gleðjumst svo sannarlega yfir veittum styrk og óskum sveitarfélaginu til hamingju,“ segir í fréttinni.

Þá segir að Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi innviðaráðherra, hafi úthlutað tíu styrkjum til verkefna á landsbyggðinni að upphæð 130 milljónum króna. Þar af hlaut Norðurland vestra 40 milljónir króna í styrk til þriggja verkefna í landshlutanum; FabLab smiðja og aðstaða til nýsköpunar og þróunar í Húnaþingi vestra, samvinnurými á Skagaströnd og tilraunagróðurhús í Húnabyggð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir