Samtal um stefnur ríkisins í landshlutum
Formaður og starfsmenn SSNV sitja, í gær og í dag, ráðstefnu Byggðastofnunar í Hveragerði sem ber yfirskriftina Samtal um stefnur ríkisins í landshlutum. Á ráðstefnunni er fjallað um eru hinar ýmsu stefnur ríkisins og hvernig þær tengjast landshlutunum og hvernig samþætta má þær starfi í landshlutum. Frá þessu segir á vef SSNV.
Efnisflokkar ráðstefnunnar eru:
- Samþætting áætlana.
- Uppbyggingarsjóður EES.
- Stefnur í bígerð.
- Umhverfis og skipulagsmál.
- Menning.
- Uppbygging mannauðs.
- Atvinnuþróun og nýsköpun.
Um 100 þátttakendur sitja ráðstefnuna: fulltrúar landshlutasamtakanna, fulltrúar ráðuneyta, fulltrúar ýmissa stoðstofnanna, fulltrúar frá markaðsstofu landshlutanna, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fleiri sem tengjast stefnum ríkis og landshluta.
Á dagskrá ráðstefnunnar fyrir daginn í dag er vinnustofa þar sem þátttakendur svara spurningunni Hvað svo? Þar sem verða metin sameiginlega næstu skref og hvernig hægt er að nýta efni ráðstefnunnar til að auka skilvirkni og samvinnu í tengslum við stefnur ríkisins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.