Sauðárkróksbakarís-skíðamót í Tindastóli

Nú í aðdraganda páskahátíðar mun skíðadeild Tindastóls standa fyrir skíðamóti með dyggum stuðningi Sauðárkróksbakarís og er mótið opið fyrir alla sem eru skíðandi. Dagskárin er á þessa leið:

Miðvikudagur svig/stórsvig fer eftir aðstæðum (reiknað með stórsvigi) skráning á staðnum kl.16:00 og brautarskoðun sem er kl.16:40 -17:00

Fimmtudagur svig/stórsvig fer eftir aðstæðum (reiknað með svigi) skráning á staðnum kl.11:00 og brautarskoðun 11:40 - 12:00

Verðlauna afhending verður fyrir báðar greinar á fimmtudeginum eftir mótið. Á verðlaunaafhendingunni verður kaffi og meðlæti í boði Sauðárkróksbakarís.

Sigurður Bjarni Rafnsson formaður skíðadeildarinnar lofar skemmtilegu móti og minnir á að opið sé í dag í fjallinu til klukkan 19:00, þar sem hvoru tveggja er gott veður og skíðafæri.

Fleiri fréttir