Sauðárkrókshrossin – skráning á ráðstefnu hafin
Sögusetur íslenska hestsins stendur fyrir ráðstefnu um Sauðárkrókshrossin, laugardaginn 21. mars 2009. Ráðstefnan fer fram í Frímúrarahúsinu, Borgarmýri 1 á Sauðárkróki og hefst kl. 13.00.
Fundirstjóri verður Víkingur Gunnarsson en meðal fyrirlesara eru Guðlaugur Antonsson: Sauðárkrókshrossin í 70 ár, Bjarni Þorkelsson: Kostir og gallar Sauðárkrókshrossa - átök ræktanda og ráðunautar. Ágúst Sigurðsson: Áhrifamiklir einstaklingar úr Sauðárkróksræktuninni. Tölfræðileg greining á helstu ættfeðrum. Ingimar Ingimarsson: Ræktandinn og hestamaðurinn Sveinn Guðmundsson. Guðmundur Sveinsson: Bústang hversdagsins. Að loknum fyrirlestrum er gert ráð fyrir umræðum á eftir fyrirlestrum.
Skráning þátttöku: sogusetur@sogusetur.is eða í síma 455 6345, 896 2339
Upplýsingar um gistimöguleika og afþreyjingu í Skagafirði: www.visitskagafjordur.is