Seinkun á dýpkunarframkvæmdum

Dýpkunarskipið Galilei að störfum. Mynd: Indriði Þór.
Dýpkunarskipið Galilei að störfum. Mynd: Indriði Þór.

Dýpkunarskipið Galilei hóf að dæla sandi af sjávarbotni við höfnina á Sauðárkróki þann 21. sl. þar sem dýpka átti snúningssvæði stórra skipa er leggjast að bryggju. Búist var við að vekið tæki fimm daga en en nú hefur það verið að störfum í tíu þar sem tafir urðu á verkinu.

Indriði Þór Einarsson, sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, segir að dýpkunin hafi gengið vel þrátt fyrir eitthvað minni afköst á þessu svæði þar sem botninn var fastari fyrir. „Það var eitthvað harðara efni í botninum á snúningshringnum sem verið er að dýpka. Ég býst við að skipið fari í dag eða á morgun,“ segir Indriði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir