Selasetrið fagnar 20 ára afmæli
Selasetur Íslands á Hvammstanga fagnar 20 ára afmæli á þess ári og í tilefni af því verður efnt til afmælisveislu laugardaginn 15. nóvember. Dagskráin hefst klukkan 11 og stendur til 17 og verður eitthvað skemmtilegt í boði fyrir alla.
Dagskrá dagsins hefst með því að Leikflokkur Húnaþings vestra leikles bókina ástsælu um Selinn Snorra. Klukkan 13 verða flutt erindi og ávörp og klukkustund síðar verður boðið upp á kaffi, kruðerí og auðvitað afmælisköku. Auk þess verður hægt að prófa selaskoðun í sýndarveruleika og boðið verður upp á nýjan leyniorðaleik.
Allir bangsar verða á 20% afslætti og ýmis önnur tilboð í búðinni. Aðgangur á safnið þennan dag er ókeypis. Fögnum saman þessum merka áfanga á Selasetrinu á laugardaginn.
