Seldu rúmlega fimm og hálft tonn af kjöti á einum degi

Kælarnir hreinlega tæmdust í gær

Bændadagar hófust í Skagfirðingabúð og er óhætt að fullyrða að Skagfirðingar hafi tekið vel við sér en alls seldist um fimm og hálft tonn af kjöti í gær. Búið að að fylla á alla kæla á nýjan leik og búast menn við öðru eins í dag.

Er Feykir.is hafði samband við Árna Kristinsson sagði hann að þar á bæ væri verið að fylla á alla kæla og að vona væri á meira nautakjöti á eftir. Árni segir að hann hafi selt um 3 tonn af lambalærum. tonn af hryggjun og 1,6 tonn af nauta- og kindahakki. Er þá ótalið allt annað kjöt sem í boði var og seldist líkt og heitu lummurnar hennar ömmu forðum. Þá tók menn vel við sér með ostinn og seldist tonn af osti í gær.

Fleiri fréttir