Senn líður að jólum
Lifandi Jólamarkaður, eins og hann var kallaður var haldinn í Hrímnishöllinni fyrir síðustu jól og tókst í alla staði mjög vel, svo vel að ákveðið var þá að halda annan að ári. Fjölmargir aðilar seldu varning sinn svo sem handverk og hákarl, kartöflur og hvaðeina.
Kvennfélagskonur buðu upp á vöfflur og rjúkandi súkkulaði, spákona, barnakór og jólasveinar litu við og hægt var að skoða nokkur dýr svo sem hænur, hrúta, hvolpa, kanínur og hesta. Um 500 gestir sóttu markaðinn. Að þessu sinni verður Jólamarkaðurinn laugardaginn 11. desember frá kl:13:00 - 18:00. Þeir sem áhuga hafa á að selja og eða kynna varning sinn eru hvattir til að hafa samband við Magneu á Varmalæk í síma 453 8021 - 898 7756 eða á netfangið: hrimnishollin@varmilaekur.is. Nánar verður auglýst síðar og verða fréttir og upplýsingar að finna á heimasiðunni www.varmilaekur.is.
Seinna verður gefið upp hvað verður í boði, til dæmis hvaða dýr verða á staðnum og hvort jólasveinarnir verð ekki örugglega á komnir. Hvetjum við fólk til að taka daginn frá og njóta stundarinnar í svetinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.