Sia og LP í uppáhaldi / ÁSA SVANHILDUR

Söngkonan Ása Svanhildur, fædd 1994, er dóttir Guðbjargar Bjarnadóttur, íslenskukennara við FNV, og Guðbrandar Ægis Ásbjörnssonar, listamanns og kennara við Árskóla, og hún er því alin upp á Króknum. Ása var snemma farin að troða upp á tónlistarsviðinu, eins og hún á ættir til, og núna milli jóla og nýárs vakti söngur hennar mikla lukku á tónleikunum Græni salurinn sem fram fóru í Bifröst – þannig að jafnvel hörðustu rokkarar upplifðu gæsahúð á eigin skinni.

Röddin er helsta hljóðfæri Ásu en hún spilar einnig á píanó og gítar. Aðspurð um helstu  tónlistarafrek segir hún: „ Ég er alltaf montin að segja að ég hafi sungið þrisvar sinnum fyrir fyrrverandi forseta Íslands. En ég hef einnig fengið ótal mörg frábær tækifæri til að koma fram á ýmsum tónleikum og viðburðum sem er alltaf gaman.“

Hvaða lag varstu að hlusta á? When the Party's Over með Billie Eilish.

Uppáhalds tónlistartímabil? Ekkert eitt sem er uppáhalds, það er allt of mikið af tónlistarfólki frá mismunandi tímabilum.

Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Sia og Billie Eilish hafa báðar verið í miklu uppáhaldi síðustu daga og ár jafnvel.

Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Allt frá Celine Dion upp í Iron Maden.

Hver var fyrsta platan/diskurinn/kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Örugglega platan Shcrei með hljómsveitinni Tokio Hotel. 

Hvaða græjur varstu þá með? Þá var það bara walkman eða útvarp með CD spilara.

Hver var fyrsta lagið sem þú mannst eftir að hafa fílað í botn? All By Myself með Celin Dion. Ég var sirka 4 ára og bjó í Noregi á þeim tíma. Ég kunni textann utan af þó ég vissi ekkert hvað ég var að segja.

Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn? Öll rapplög með ljótum og niðrandi texta fara mikið í taugarnar á mér. 

Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? Katie on a Mission með Katie B.

Þú vaknar í rólegheitum á sunnudagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Soon We’ll Be Found með Sia.

Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Ég myndi fara til Bandaríkjanna á tónleika með Sia eða Celin Dion því hún hefur alltaf verið mitt idol. Ef ég færi á Sia tónleika þá kæmi kærastinn með mér en ef ég færi á Celine Dion þá kæmi mamma með mér.

Hvað músík var helst blastað í bílnum þegar þú varst nýkominn með bílpróf? Það var mest um pop tónlist og R&B.

Hvaða tónlistarmaður hefur þig dreymt um að vera? Celine Dion var sú sem ég leit alltaf mest upp til en Sia er mikið idol núna.

Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út eða sú sem skiptir þig mestu máli? Sú “plata” sem skiptir mig mestu máli er albúmið sem litli bróðir minn setti á Spotify núna fyrr í vetur. Hún heitir Loners Diary. 

Sex vinsælustu lögin á Playlistanum þínum? 
Thunderclouds - LSD ft. Sia
When the Party's Over - Billie Eilish 
Lost On You - LP
Recovery - LP
Come What May - Moulin Rouge
How Does a Moment Last Forever - Celin Dion

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir