Síðasta útskrift Farskólans þetta vorið
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
07.06.2019
kl. 13.43

Hluti útskriftarnema úr Námi og þjálfun í almennum bóklegum greinum og úr matarsmiðjunni Beint frá býli. Mynd: PF
Í gær lauk formlega námskeiðum vetrarins í Farskólanum, miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra, með útskrift úr Námi og þjálfun í almennum bóklegum greinum og úr matarsmiðjunni Beint frá býli. Brugðið var út af venjunni í þetta sinn og fór útskriftin fram í Eyvindarstofu á Blönduósi.
Það var hátíðarstemning í Eyvindarstofu en námsmenn úr matarsmiðjunni komu með sýnishorn af því sem þeir hafa verið að búa til í vetur í tengslum við smiðjuna. Var gerður góður rómur að þeim kræsingum og námsfólk hvatt til að koma vörum sínum á framfæri.
Meðal gesta voru Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduóss og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.