Síðustu forvöð að tilnefna Mann ársins

Maður ársins 2018, Ólöf Ólafsdóttir á Tannstaðabakka
Maður ársins 2018, Ólöf Ólafsdóttir á Tannstaðabakka

Nú eru síðustu forvöð að tilnefna mann ársins á Norðurlandi vestra fyrir árið 2019 en líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar. Nú er komið að því að finna verðugan aðila til að taka við nafnbótinni af Ólöfu Ólafsdóttur á Tannstaðabakka sem var kjörin maður ársins 2018.

Tilnefningum skal koma til Feykis á netfangið feykir@feykir.is í síðasta lagi fyrir miðnætti í kvöld 15. desember. Tilgreina skal fullt nafn, gera stutta grein fyrir viðkomandi einstaklingi og rökstyðja valið á einhvern hátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir