Sigga Kling á Vertinum
Fallegustu hestakonur landsins hafa boðað komu sína á Vertinn á Hvammstanga í kvöld en þar verður haldin mikil góugleði. Allar konur á svæðinu eru boðnar velkomnar til að borða góðan mat og skemmta sér með dyggri aðstoð hinnar einu sönnu Sigríðar Klingeberg.
Kvöldið hefst kl. 20:30 en um miðnætti verður opnað fyri almenning og slegið upp dansiballi þar sem Mundi og co halda uppi fjörinu fram á nótt.