Siglingar frá Hofsósi um Skagafjörð hefjast á Jónsmessu

Nýtt fyrirtæki í ferðaþjónustu á Hofsósi, Haf og land ehf., hefur eignast farþegabát og hyggst bjóða upp á siglingar um Skagafjörð. Báturinn kom til hafnar á Hofsósi á sunnudagskvöld og var komu hans fagnað af heimafólki.

Eigendur hins nýja fyrirtækis eru Ingvar Daði Jóhannsson og Barbara Wenzl. Bátinn keyptu þau af fyrirtækinu Eyjasiglingu í Reykhólasveit og er nú unnið að merkingum bátsins. Er vonast til að þær verði tilbúnar nú fyrir Jónsmessuhelgina, sem er stærsta ferðahelgi ársins á Hofsósi og verður boðið upp á stuttar útsýnissiglingar um fjörðinn um helgina.

Í dag verður siglt með ferðaþjónustuaðila í Skagafirði, til kynningar á þessari nýjung í ferðaþjónustu í Skagafirði. Nánar er rætt við Ingvar Daða í Feyki sem kemur út í næstu viku.

Fleiri fréttir