Sigmundur þjálfar yngri flokka

Sigmundur Birgir Skúlason hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka í knattspyrnu  hjá Tindastól.
Sigmundur Birgir hefur lokið íþróttafræðinámi frá Háskóla Reykjavíkur. Sigmundur mun þjálfa 7., 6. og 5. flokk karla og kvenna í sumar. En þessir flokkar tilheyra Sumar TÍM. Honum til aðstoðar verða þau Arnar Skúli Atlason og Kristveig Jónsdóttir. Sumardagskrá knattspyrnudeildarinnar hefst mánudaginn 1. júní. En þangað til helst vetrardagskráin óbreytt með þeim þjálfurum sem nú þegar eru með þessa flokka.

Fleiri fréttir