Sigríður Sigurðardóttir lætur af störfum sem safnstjóri

Berglind Þorsteinsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir. Mynd: Skagafjordur.is
Berglind Þorsteinsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir. Mynd: Skagafjordur.is

Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga, lét af störfum í gær eftir rúmlega 30 ára farsælt starf hjá safninu. Í tilefni þess lögðu sveitarstjóri og sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, ásamt nokkrum öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins, leið sína í Glaumbæ og færðu Sigríði blómvönd og gjafabréf. Félagsskapurinn Pilsaþytur mætti einnig á svæðið. Frá þessu segir á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar og eru Sigríði þökkuð vel unnin störf og óskað velfarnaðar í framtíðinni.

Nýr safnstjóri hjá Byggðasafni Skagafjarðar er Berglind Þorsteinsdóttir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir