Silla, Eyþór og Rúnar keppa í kvöld
feykir.is
Skagafjörður
12.11.2010
kl. 08.33
Skagfirðingarnir og austan vatna fólkið Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, Rúnar Gíslason og Eyþór Árnason munu í kvöld fyrir hönd Skagafjarðar etja kappi við lið Dalvíkur í spurningakeppninni Útsvar.
Það mun verða Eyþór sem mun sjá um svörin, Silla eða Sigurlaug Vordís mun leika en Rúnar mun verða til svara. Símavinur hópsins er Guðrún Rögnvaldsdóttir en hún var einnig símavinur í fyrra.
Þeir sem staddir eru í borginni og vilja vera í salnum þurfa að vera mættir í sjónvarpssal fyrir klukkan 19:45.
Feykir.is mun horfa í kvöld og segir bara. Áfram Skagafjörður til sigurs í Útsvari