Sina og Nói sigruðu í fimmgangi í gær

Lið Hrímnis sigraði liðaskjöldinn enda voru allir knapar þeirra í úrslitum þau Sina, Þórarinn og Líney María. Lið Þúfna kom fast á hæla þeirra og voru einnig með alla knapa í úrslitum þau Gísla, Artemisiu og Mette. Mynd af FB Meistaradeildar KS.
Lið Hrímnis sigraði liðaskjöldinn enda voru allir knapar þeirra í úrslitum þau Sina, Þórarinn og Líney María. Lið Þúfna kom fast á hæla þeirra og voru einnig með alla knapa í úrslitum þau Gísla, Artemisiu og Mette. Mynd af FB Meistaradeildar KS.

Í gærkvöldi fór fram keppni í fimmgangi Meistaradeildar KS og í annað sinn á tveimur árum sem hún fer fram í Léttishöllinni á Akureyri. Á vef Eiðfaxa segir að ljóst hafi verið fyrir leika að keppni yrði jöfn og skemmtileg enda úrvals knapar og hestar skráðir til leiks.

Sina Scholz tók forystu í forkeppni og lét hana aldrei af hendi, segir á eidfaxi.is. Samspil hennar og Nóa frá Saurbæ einkennist af næmni og léttleika, knapi og hestur virðast hafa gaman af því að koma fram og keppa sem er til fyrirmyndar.

Lið Hrímnis sigraði liðaskjöldinn enda voru allir knapar þeirra í úrslitum, þau Sina, Þórarinn og Líney. Lið Þúfna kom fast á hæla þeirra og voru einnig með alla knapa í úrslitum þau Gísla, Artemisiu og Mette.

Úrslit:

1          Sina Scholz                            Nói frá Saurbæ                                  7,55
2          Þórarinn Eymundsson            Þráinn frá Flagbjarnarholti             7,38
3          Artemisia Bertus                    Herjann frá Nautabúi                       7,07
4          Snorri Dal                              Engill frá Ytri-Bægisá I                        6,93
5          Gísli Gíslason                        Trymbill frá Stóra-Ási                         6,81
6          Mette Mannseth                     Kalsi frá Þúfum                                 5,31

 

Staðan í Liðakeppni: 
Hrímnir                  164
Skoies/Prestige   157
Þúfur                      154
Hofstorfan            115
Leiknisliðið           115
Lið Kerckhaert      87,5
Lið Flúðasveppa  76,5
Team BYKO           62 

Nú eru tvær keppnir eftir og verða þær haldnar í reiðhöllinni á Sauðárkróki 27. mars, þegar fjórgangurinn fer fram, og  12. apríl en þá reyna hestar og knapar með sér í tölti og flugskeiði.

Sjá nánari úrslit HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir