Sjávarútvegurinn vel í stakk búinn að stunda nýsköpun
Nú er afskurðurinn verðmæti, segir á Facebooksíðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Samspil fræðasamfélagsins og sjávarútvegs, hefur leitt af sér fjölmargar nýjungar og í myndbandi sem birtist í morgun á síðunni segir dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóra Protís, frá spennandi hlutum í þeirri grein.
Hólmfríður segir að sjávarútvegurinn sé vel í stakk búinn til að stunda nýsköpun. Möguleikarnir til nýsköpunar séu margir fyrir hendi þar sem hún telur að það eigi eftir að sjálfvirknivæða sjávarútveginn enn frekar en orðið er.
Hægt er að sjá viðtalið hér fyrir neðan.
Líftækni, Hólmfríður SveinsdóttirNú er afskurðurinn verðmæti. Samspil fræðasamfélagsins og sjávarútvegs, hefur leitt af sér fjölmargar nýjungar. Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir segir frá.
Posted by Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi on Mánudagur, 14. janúar 2019
Líftækni, Hólmfríður SveinsdóttirNú er afskurðurinn verðmæti. Samspil fræðasamfélagsins og sjávarútvegs, hefur leitt af sér fjölmargar nýjungar. Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir segir frá.
Posted by Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi on Mánudagur, 14. janúar 2019
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.