Sjóvá kvennahlaup ÍSÍ á laugardag

Sjóvá kvennahlaup ÍSÍ fer fram laugardaginn 4. júní um allt land og er bolurinn í ár ljósblár úr "dry fit" gæðaefni og er með V-hálsmáli. Á Hvammstanga verður hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni og hefst það kl. 11:00. Forskráning er hjá Önnu Maríu í síma 897-9300 eða á netfangið usvh@usvh.is og þær vegalengdir sem í boði verða eru 2km, 5km og 10km og frítt í sund á eftir.

Á Blönduósi verður hlaupið  frá Íþróttamiðstöðinni kl. 11. Að venju verður boðið upp á Kristal að hlaupi loknu og að auki verður óvæntur glaðningur fyrir alla þátttakendur. Blönduósbær býður öllum konum sem hlaupa á Blönduósi og mæta í hlaupabolnum sínum frítt í sund á laugardeginum, en sundlaugin verður opin frá kl. 10 – 20 á laugardaginn.
Á Skagaströnd verður hlaupið ræst frá Íþróttahúsinu kl. 10:00 og hlaupavegalengdirnar 1 km, 2 km og 5 km verða í boði. Forskráning er í leikskólanum Barnabóli og í Söluskálanum. Boðið verður upp á ávexti og drykki að hlaupi loknu.

Skráningagjald er 1.250 krónur, bolur og verðlaunapeningur innifalinn.  Verðinu er eins og áður stillt mjög í hóf til að gera sem flestum mögulegt að taka þátt.

Fleiri fréttir