"Skagafjörður er frábær!"
Á hinni vinsælu bloggsíðu Dr. Gunna kemur fram að hann hafi brugðið sér í Skagafjörð og átt þar góða dvöl þrátt fyrir þoku á köflum. „Þar er umhorfs eins og á plötuumslagi með Helga Björns og Reiðmönnum vindanna, fnæsandi hestar um allar trissur,“ segir m.a. í bloggfærslunni.
Dr. Gunni lagði m.a. leið sína í sundlaugina á Hofsósi, Kaffi Krók og Micro Bar & Bed á Sauðárkróki, fékk sér morgunmat í bakaríinu og kíkti svo til Bjarna Har þar sem honum þótti „stórglæsilega fornlegt innandyra“og var næstum búinn að kaupa gúmmískó „en þeir voru bara til í 44.“
Þessu til viðbótar lá leiðin á Mælifellshnjúk, að Reykjafossi og í Fosslaug og á æskuslóðir föður síns í Bakkakoti. Dr. Gunni endar svo færsluna á „ Sauðárkrókur og Skagafjörður er alveg heint frábæt stöff.“ Bloggíða Dr. Gunna er þessari slóð.
Það vantar ekki húmorinn í bloggfærslum Dr. Gunna. Í bloggi úr Skagafirði er meðal annars að finna þessa mynd ásamt tilheyrandi myndatexta: „Gamall Chesterfield sófi er þarna líka og má muna fífil sinn fegurri (þótt fíflarnir í honum hafi reyndar verið mjög fagrir).“