Skagafjörður í öðru sæti

Um helgina var sýningin Ferðalög og frístundir í Laugardalshöllinni. Skagafjörður vakti mikla athygli fyrir hönnun á básnum og hafnaði í öðru sæti í keppninni um athyglisverðasta sýningarrýmið.

Það var Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði sem stóð að básnum en verkefnastjórar voru þau Pálína Ósk Hraundal og Þórður Ingi Bjarnason.

Mikill fjöldi fólks mætti í höllina til þess að skipuleggja fríið sitt og vakti Skagfirski básinn mikla lukku svo og hrossakjötið sem boðið var upp á úr Matarkistu Skagafjarðar.

Fleiri fréttir