Skagaströnd í Útsvari
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
17.09.2014
kl. 16.04
Skagaströnd hefur verið dregið út til þátttöku í sjónvarpsþættinum Útsvari. Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Svf. Skagastrandar frá 12. september sl.
„Sveitarstjórn lýsti ánægju sinni með að fulltrúar sveitarfélagsins taki þátt í góðum skemmtiþætti og fól sveitarstjóra að gera tillögu að þátttakendum,“ segir í fundargerð.