Skagaströnd í Útsvari

Lið Skagastrandar tekur nú þátt í Útsvari í fyrsta sinn og er meðal þeirra 24 liða sem keppa í þessum sívinsæla spurningaleik RÚV í vetur. Í fyrstu um ferð mæta Skagstrendingar liði Borgarbyggðar og fer viðureignin fram 7. nóvember næstkomandi.

Skipað hefur verið í lið Skagstrendinga en í því eiga eftirfarandi sæti:
Trostan Agnarsson, kennari
Árni Friðriksson, jarðfræðingur
Eva Björgvinsdóttir, skólaliði

Fleiri fréttir