Skagaströnd komst ekki áfram
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
08.11.2014
kl. 17.09
Lið Borgarbyggðar sigraði Skagstrendinga í spurningaleiknum Útsvari í Sjónvarpinu í gærkvöldi og fóru leikar 68-29. Þetta var í fyrsta sinn sem Skagaströnd tekur þátt í Útsvari og lék lánið ekki við þeim í keppninni. Borgfirðingar tóku forystuna í upphafi og héldu henni allt til enda.
Lið Skagstrendinga skipuðu þau Trostan Agnarsson, kennari við Höfðaskóla, Árni Friðriksson, jarðfræðingur og starfsmaður hjá BioPol og Eva Ósk Hafdísardóttir, stuðningsfulltrúi við Höfðaskóla.