Skagaströnd komst ekki áfram

Lið Borgarbyggðar sigraði Skagstrendinga í spurningaleiknum Útsvari í Sjónvarpinu í gærkvöldi og fóru leikar 68-29. Þetta var í fyrsta sinn sem Skagaströnd tekur þátt í Útsvari og lék lánið ekki við þeim í keppninni. Borgfirðingar tóku forystuna í upphafi og héldu henni allt til enda.

Lið Skagstrendinga skipuðu þau Trostan Agnarsson, kennari við Höfðaskóla, Árni Friðriksson, jarðfræðingur og starfsmaður hjá BioPol og Eva Ósk Hafdísardóttir, stuðningsfulltrúi við Höfðaskóla.

Fleiri fréttir