Skagaströnd veitir Heimilisiðnaðarsafni rekstrarstyrk

Sveitarfélagið Skagaströnd hefur samþykkt að veita Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi rekstrarstyrk að upphæð krónur 913.714 fyrir rekstrarárið 2009.

Það var Elín S. Sigurðardóttir, formaður stjórnar Heimilisiðnaðarsafnsins sem sótti um styrkinn fyrir hönd safnsins. Í brefi Elínar til sveitarfélagsins kemur fram að þar sem Héraðsnefnd A-Hún hafi verið lögð niður sé nú sótt um beint til sveitarfélaga. Samtals er hlutur sveitarfélaga áætlaður 3.500 þús. og umsókn til hvers og eins þeirra byggir á sömu skiptihlutföllum og gilda um kostnaðarskiptingu vegna byggðarsamlaga um verkefni héraðsnefndar. Meðfylgjandi bréfinu var rekstraráætlun fyrir árið 2009 og kostnaðarskipting milli sveitarfélaga.

Fleiri fréttir