Skagfirðingar í Útsvari á föstudaginn

Keppni í Útsvari er fyrir nokkru hafin þennan veturinn en þar keppa 24 sveitarfélög sín á milli í skemmtilegum spurningaleik á RÚV. Næstkomandi föstudagskvöld er komið að því að Skagfirðingar hefji þátttöku en þá mæta þeir vösku liði Árborgar.

Þeir sem eru og verða þá staddir fyrir sunnan hafa kost á að mæta og horfa á þáttinn í beinni útsendingu úr sjónvarpssal og hvetja sitt lið áfram. Húsið í Efstaleiti opnar kl. 19:30 en þátturinn byrjar kl. 20:15.

Lið Skagafjarðar er að þessu sinni skipað reyndum kempum þótt nýliði sé einnig í hópnum. Liðið skipa þau Guðrún Rögnvaldardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs, Guðný Zoega, deildarstjóri fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga og Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst.

Fleiri fréttir