Skagfirðingar í Útsvari á föstudaginn
feykir.is
Skagafjörður
13.01.2015
kl. 08.58
Lið Skagafjarðar keppir í Útsvari á föstudaginn. Mætir það liði Rangárþings ytra í þessari fyrstu umferð keppninnar á nýju ári. Lið Skagfirðinga er skipað þeim Guðnýju Zöega, Guðrúnu Rögnvaldardóttur og Vilhjálmi Egilssyni.
Fyrir áramót sigruðu Skagfirðingar lið Árborgar í spennandi keppni, en þess má geta að lið Árborgar komst engu síður áfram, enda stigahæsta tapliðið.