Skagfirðingar láta sönginn hljóma

Það er óhætt að segja að landinn hafi látið sönginn hljóma á öldum ljósvakans meðan kórónuveiran rembist líkt og rjúpan við staurinn að breiðast sem víðast og of langt mál að telja öll þau atriði sem opinberuð hafa verið. Eitt getur þó talist verðugt að nefna og er nýkomið í loftið en þar eru Skagfirðingar í létri sveiflu og syngja hið kunna lag Geirmundar Valtýssonar; Látum sönginn hljóma við texta séra Hjálmars Jónssonar.

„Þetta var bara smá hugmynd sem mér datt í hug að gera vegna ástandsins sem er í gangi alls staðar. Nú eru allir að setja myndbönd á netið og streyma tónleikum og fleira svo mér datt í hug að gera þetta. Ætli kveikjan hafi ekki verið „Góða ferð“ myndbandið sem fór eins eldur í sinu á netinu fyrir stuttu,“ segir Sigfús Arnar Benediktsson, betur þekktur sem Fúsi Ben.

Hann segir þetta verkefni svosem ekki hafa verið ætlað fyrir neitt sérstakt nema að gleðja og peppa landann. „Ég bjó til hóp á Facebook og óskaði eftir myndböndum af fólki syngja, spila eða dansa eða hvað sem er við lagið og það skilaði 24 myndböndum sem var alveg frábært. Móttökunar hafa verið alveg frábærar. Núna fjórum klukkustundum eftir að ég birti myndbandið eru komnar u.þ.b. 210 deilingar og um 3600 áhorf og allir glaðir,“ sagði Fúsi í gær er Feykir hafði samband við kappann sem vill þakka öllum sem tóku þátt í þessu verkefni með honum.

 

Látum sönginn hljóma! Gjörið svo vel

Posted by Sigfús Arnar Benediktsson on Miðvikudagur, 29. apríl 2020

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir