Skagfirðingar skemmta sér í borginni um helgina

Skagfirðingafélagið í Reykjavík stendur fyrir skagfirsku matar- og skemmtikvöldi laugardaginn 23. október nk.  Boðið er upp á skagfirskt hlaðborð með úrvali gómsætra veitinga, sem matreiddar eru af meistarakokknum Jóni Dan.

Undir borðum verða ekta skagfirsk skemmtiatriði, og söngatriði verða m.a. í höndum Ásgeirs Eiríkssonar, Sverris Bergmann. Veislustjórar eru skagfirsku blómarósirnar Helena Sigfúsdóttir og Katrín Þorkelsdóttir.

Veislan verður haldin í Húnabúð, Skeifunni 11, laugardagskvöldið 23. október. Húsið opnar kl 19:00 og borðhald hefst um kl 20:00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir