Skagfirðingasveit í nógu að snúast

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit hefur haft í nógu að snúast undanfarið en verkefni þeirra hefur að mestu falist í að verka snjó af þaki og losa bíla sem sátu fastir.

Á heimasíðu Skagfirðingasveitar kemur fram að fjórir björgunarsveitarmenn fóru föstudaginn 6. janúar síðastliðinn til að aðstoða við að moka snjó og ís ofan af þaki íbúðarhúss á Sauðárkróki.

Í síðustu viku veittu þeir nokkrum ökumönnum aðstoð. Einn bíll sat fastur við Reykjastrandar afleggjarann á mánudeginum og bað um aðstoð björgunarsveitarinnar.  Síðastliðinn þriðjudag barst sveitinni aðstoðarbeiðni um að losa bíla sem sátu fastir sunnan við Túnahverfi. Þegar því verki var lokið barst önnur beiðni frá manni sem sat fastur á Þverárfelli og því næst haldið þangað að losa bifreið hans.

 

 

Fleiri fréttir