Skagfirski Kammerkórinn opnar dyrnar fyrir gestum og gangandi
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
07.07.2014
kl. 09.44
Skagfirski kammerkórinn hefur verið að halda æfingar þar sem gestum og gangandi gefst tækifæri á að líta inn og sjá hvernig hefðbundin æfing gengur fyrir sig. Samkvæmt vef kammerkórsins hefur þessi tilraun mælst vel fyrir og nokkuð margir litið inn.
„Núna í sumar hefur kammerkórinn verið að prufa hugmynd sem kom úr röðum kórfélaga (Herdís Sigurðardóttir) að halda út söng allt sumarið til að kynna okkar söngelska hérað fyrir ferðamönnum ,“ segir á vefnum.
Haldin verður ein opin æfing til viðbótar og verður hún þann 10. ágúst í Glaumbæjarkirkju frá kl. 16 -18. „Endilega lítið við!“ segir loks á síðunni.