Skagfirskt matar- og skemmtikvöld í Reykjavík fyrsta vetrardag
Skagfirðingafélagið í Reykjavík stendur fyrir skagfirsku matar- og skemmtikvöldi laugardaginn 23. október nk. Boðið er upp á skagfirskt hlaðborð með úrvali gómsætra veitinga, sem matreiddar eru af meistarakokknum Jóni Dan. Undir borðum verða ekta skagfirsk skemmtiatriði, og söngatriði verða m.a. í höndum Ásgeirs Eiríkssonar, Sverris Bergmann. Veislustjórar eru skagfirsku blómarósirnar Helena Sigfúsdóttir og Katrín Þorkelsdóttir (hver vill missa af því?:)
Skagfirska matar- og skemmtikvöldið verður haldið í Húnabúð, Skeifunni 11, laugardagskvöldið 23. október. Húsið opnar kl 19:00 og borðhald hefst um kl 20:00. Miðasala er í fullum gangi, en miðar eru eingöngu seldir í forsölu, með sama fyrirkomulagi og Skagfirðingablótinu í vor; millifæra þarf á reikning félagsins, sem hefur númerið: 140-26-1752 (kt. 580269-5759), og senda staðfestingarpóst úr heimabanka, á netfangið: skagfirdingafelagid@gmail.com. Verð fyrir mat og skemmtun er aðeins kr. 4.900,-
Nánari upplýsingar veita Lúlla, formaður Skagfirðingafélagsins (s: 898-1766), Jón Þór (s: 697-5909) Hulda (s: 866-0114) og Radda (s: 692-3924).
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.