Skagfirskt Útsvar
feykir.is
Skagafjörður
24.11.2008
kl. 08.45
Vaskir Skagfirðingar æfa nú að kappi fyrir föstudagskvöldið en þá munu lið Skagafjarðar mæta Snæfellsbæ í Útsvari.
Lið Skagafjarðar skipa nýliðarnir og eðalhjónin af Suðurtgötunni, Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson og Guðbjörg Bjarnadóttir frá Sauðárkróki ásamt hinum þaulreynda Ólafi Sigurgeirssyni frá Hólum sem fer með hlutverk fræga mannsins þetta árið. Ekki liggur fyrir hver verður símavinur þeirra skötuhjúa en Gunnar Sandholt kom sterkur inn í fyrra vetur er hann svaraði eins og út í bláinn "Tappi Tíkarrass" Líklegt að hraðir "gúgglarar" verði fyrir valinu að þessu sinni